Atnorth gengur til liðs við Orkuklasann

15.07.2025

atNorth gengur til liðs við Orkuklasann

Við bjóðum atNorth hjartanlega velkomið til liðs við Orkuklasann.

Fyrirtækið er leiðandi norrænn þjónustuaðili á sviði gagnaversreksturs og starfar í Íslandi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Þeir bjóða upp á umhverfisvæna, hagkvæma og skalanlega samnýtingu (co-location), sérsniðnar gagnaverlausnir og afkastamikla gagnavinnslu (HPC) þjónustu.

Markmið atNorth er að byggja upp sjálfbæran rekstur sem stuðlar að verðmætasköpun bæði á staðnum og á heimsvísu, með velferð samfélaga og verndun umhverfis í forgrunni. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Íslandi, á kjörnum stað milli Norður-Ameríku og Evrópu.

Starfsemi gagnavera gegna æ oftar mikilvægu hlutverki í samfélögum þjóðanna ekki síst nú á tímum þeirrar gríðarlegu tæknivæðingu sem á sér stað með gervigreindinni. Gagnaver nýta örugga og sjálfbæra orku til að knýja áfram gagnavinnslu, geymslu og greiningu sem styður við stafræna umbreytingu samfélaga og atvinnugreina. Með því að tengja saman orkuinnviði, tæknilausnir og nýsköpun skapa þau aukið virði, stuðla að hagkvæmri nýtingu orkunnar og opna nýja tekjumöguleika á alþjóðavísu.

Við hlökkum til að vinna með atNorth að sameiginlegum markmiðum og styrkja enn frekar samkeppnishæfni okkar.

Frekari upplýsingar er að finna hér  -